Edward Norton
Edward Harrison Norton (fæddur 18. ágúst 1969) er frægur bandarískur leikari sem hefur leikið í mörgum bíómyndum. Hann ólst upp í Kólumbíu með föður sínum Edward Mower Norton og móður sinni Lydia Robinson. Edward Norton hóf leikferil sinn árið 1996 þegar hann lék í myndinni Primal Fear, þar sem hann fékk sína fyrstu Óskars-tilnefningu og var það eina Óskars-tilnefningin sem myndin Primal Fear fékk. Edward Norton er þekktastur í myndunum American History X sem kom út árið 1998 og Fight Club sem kom út árið 1999. Önnur Óskars-tilnefningin sem hann fékk var fyrir leik sinn í myndinni American History X og var það sú mynd sem kom honum verulega á kortið.
Eftir myndina Fight Club hefur hann ekki leikið í mörgum öðrum frægum myndum. Myndirnar eru meðal annars: Red Dragon (2002), 25th Hour (2002), The Italian Job (2003), Kingdom of Heaven (2005), The Illusionist (2006) og The Painted Veil (2006).