Edmonton er höfuðborg Alberta-fylkis í Kanada. Íbúar stórborgarsvæðisins eru rúm milljón. Edmonton er nyrsta borg Norður-Ameríku með íbúafjölda yfir milljón. North Saskatchewan-áin rennur í gegnum borgina en hún er umkringd stórum grænum svæðum. Calgary, stærsta borg fylkisins, liggur fyrir sunnan Edmonton.

Staðsetning Edmonton innan Alberta-fylkis
Miðborgin í Edmonton
Whyte Avenue verslunargatan.
Þinghúsið (e. Alberta Legislature)

Borgin var stofnuð árið 1795 sem virki fyrir Hudsonflóa-félagið.

Áhugaverðir staðir breyta

  • Alberta Legislature. Þinghúsið.
  • Fort Edmonton Park. Sögusafn um Alberta. Stærsta sinnar tegundar í Kanada.
  • West Edmonton Mall. Verslunarmiðstöð (stærsta verslunarmiðstöð heims frá 1981 til 2004).
  • Telus World of Science. Vísindasafn
  • Edmonton Valley Zoo. Dýragarður.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.