Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ
Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í stereo í Háteigskirkju í Reykjavík undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Útsetningar, undirleik og stjórn hljómsveitar sá Jón Sigurðsson um. Ljósmyndir á plötuumslagi tók Gunnar Hannesson af Árbæjarkirkju. Eddukórinn skipa: Hjónin Sigríður Sigurðardóttir (sópran) og Friðrik Guðni Þórleifsson (bassi), hjónin Sigrún Jóhannesdóttir (sópran) og Gunnar Guttormsson (tenór), hjónin Sigrún Andrésdóttir (alt) og Sigurður Þórðarson (bassi) og svo Guðrún Ásbjörnsdóttir (alt), Ásta Valdimarsdóttir (alt) og Örn Gústafsson (tenór). (Þó að þau séu níu, þá syngja þau aldrei fleiri en átta á plötunni, þar sem Ásta Valdimarsdóttir og Sigrún Andrésdóttir skipta nokkrum lögum á milli sín).
Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ | |
---|---|
SG - 039 | |
Flytjandi | Eddukórinn |
Gefin út | 1971 |
Stefna | Jólalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Bráðum koma jólin - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Friðrik Guðni Þórleifsson
- Grenitré - Lag - texti: Grieg — Friðrik G. Þórleifsson
- Jólin eru að koma - Lag - texti: Elín Eiríksdóttir
- Höldum heilög jól - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
- Betlehem - Lag - texti: P. Brooks — Friðrik G. Þórleifssonl
- Þeir koma þar (Göngusöngur hirðingjanna) - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
- Á jólunum er gleði og gaman - Lag - texti: Spœnskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
- Jól yfir borg og bæ - Lag - texti: Austurrískt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
- Jólasveinarnir - Lag - texti: Ingunn Björnsdóttir — Jóhannes úr Kötlum
- Kom allir hér - Lag - texti: Þýzkt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
- Hring, þú bjallan fagra - Lag - texti: Sœnskt þjóðlag — Friðrik G. Þórleifsson
- Upp, þér hirðar - Lag - texti: Amerískur negrasálmur — Friðrik G. Þórleifsson