Skrápdýr
(Endurbeint frá Echinodermata)
Skrápdýr (fræðiheiti Echinodermata) eru fylking sjávardýra. Skrápdýr finnast á öllu dýpi sjávar frá fjöruborði til djúpsjávar. Innan fylkingarinnar eru um 7000 núlifandi tegundir til dæmis krossfiskar, ígulker, slöngustjörnur, sæbjúgu og sæliljur. Skrápdýr draga nafn sitt af kalkflögum í húð þeirra. Þessar kalkflögur geta myndað samfellda skel eins og hjá ígulkerum eða verið litlar lausar flögur eins og hjá sæbjúgum og þá er líkami þeirra mjúkur.
Skrápdýr | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Subphyla & Classes | ||||||||
† = Extinct |
Tengill
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist skrápdýrum.
Wikilífverur eru með efni sem tengist skrápdýrum.