Fylking (flokkunarfræði)

Fylking er heiti flokka lífvera og er fylking næsta stig neðan við ríki. Á latínu nefnist fylking, phylum þegar um dýr er að ræða en divisio séu plöntur til umfjöllunar. Byggist sú skipting á úreltri skiptingu lífheimsins í tvö ríki, plöntur og dýr. Dæmi um fylkingu er asksveppir (Ascomycota) sem ásamt kólfsveppum (Basidiomycota) og fjórum öðrum fylkingum mynda svepparíkið (Fungi).

Biological classification L Pengo Icelandic.svg
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.