Evrópubandalagið

(Endurbeint frá EBE)

Evrópubandalagið (skammstafað EB) var upphaflega bandalag stofnað með undirritun Rómarsamningsins (25. mars 1957) en hét þá Efnahagsbandalag Evrópu (skammstafað EBE). Nafninu var síðar breytt í Evrópusambandið með Maastrichtsamningnum 1992. Stofnanir Evrópubandalagsins hafa frá 1965 einnig náð yfir Kola– og stálbandalag Evrópu (lagt niður 2002) og Kjarnorkubandalag Evrópu og þessi þrjú bandalög saman hafa síðan 1978 gengið undir nafninu Evrópubandalögin eða jafnvel bara Evrópubandalagið. Með Maastrichtsamningnum var EB gert að „fyrstu stoð“ Evrópusambandsins, sem þá var sett á stofn. EB stoðin var sú mikilvægasta af þremur stoðum Evrópusambandsins en margar stofnanir EB, t.d. ráðherraráðið og framkvæmdastjórnin, breyttu nöfnum sínum þannig að þær voru frekar kenndar við Evrópusambandið. Evrópubandalagið var svo formlega lagt niður 2009 með Lissabonsamningnum.

Söguleg uppbygging ESB