Eðalkarpi
Eðalkarpi (fræðiheiti: Hypophthalmichthys nobilis) er ferskvatnsfiskur og er einn af nokkrum tegundum af asískum ættbálki karpfiska.
Eðalkarpi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Hypophthalmichthys nobilis |
Útbreiðsla
breytaEðalkarpinn er upprunninn miðsvæðis í Kína og í suður Kína. Hann hefur verið innleiddur í mörgum löndum og hann hefur nánast náð alheimsútbreiðslu. Eðalkarpanum hefur verið komið fyrir í fiskeldi í Evrópu, Norður-Ameríku og í miðri-Asíu. [1]. Ræktunarskilyrði Eðalkarpans eru sérhæfð og stofninum er viðhaldið með fiskeldi eða stöðugum innflutningi. [2]. Eðalkarpinn hefur náð að sleppa úr fiskræktinni út í ferskvötnin og lifir því villtur í fjölmörgum löndum. [3].
Útlit
breytaEðalkarpinn er mjög stór fiskur með lítið hreistur og hefur dökkar doppur á líkamanum. Höfuðið er stórt, munnurinn er uppbrettur og augun eru staðsett mjög neðarlega á höfðinu. Maginn nær frá mjaðmaugganum að endaþarminum. [4]. Eðalkarpinn er yfirleitt 55-70 cm á lengd en getur mest verið 146 cm og hámarks þyngd hans er 40 kg. Bakuggarnir eru þrír talsins og liðgeislarnir á bakugganum eru sjö. Gotraufaruggarnir eru einn til þrír og liðgeislarnir á gotraufarugganum eru tólf til fjórtán. Eðalkarpinn hefur ekki þreifiþráð. [5].
Lifnaðarhættir
breytaEðalkarpinn lifir í ám með sveiflukennt vatnsrennsli og yfir vetrartímann heldur hann sig fyrir miðju eða mjög neðarlega í ánum. Hann leitar ætis á 0,5-1,5 metra dýpi við 24° hitastig á straumlausum stöðum, stöðuvötnum eða á flóðsvæði með lítinn straum. Eðalkarpinn nærist aðallega á dýrasvifi og þörungum. Hann getur orðið allt að tuttugu ára gamall. [6]. Hann hrygnir yfrleitt í stórum ám. Hann hrygnir í fyrsta skipti þegar að hann er 5-6 ára gamall og er orðinn 55-70 cm að lengd og 5-10 kg en hann getur farið að hrygna fyrr á heitari svæðum. Eðalkarpinn hættir að hrygna ef að skilyrðin breytast en byrjar aftur við hækkandi vatnsborð. Hann hrygnir ofarlega í vatninu og jafnvel uppá yfirborðinu. Kvennfiskarnir hrygna allt að 1,1 milljón af eggjum í einum til þremur hlutum en það fer eftir því hversu lengi vatnsborðið er hækkað. Eggin er gulleit og gegnsæ og ungast út eftir sirka tvo daga. Eðalkarpanum er oft ruglað saman við silfurkarpann. [7].
Veiðar/Fiskeldi
breytaÁ myndinni hér til hliðar má sjá veiðisvæði/fiskeldissvæðin en það er lang mest af honum í Asíu, þ.e.a.s. Kína, þar sem að hann er innfæddur. Það er ekki mikið veitt af Eðalkarpanum heldur en hann mun meira í fiskeldi. Til dæmis voru tölurnar svona árið 2011; Fiskeldi: 2705434,66 á móti veiðum: 1955.
Hann hefur þó verið innleiddur í mörgun löndum vegna þess að hann þykir góður matfiskur en hann hefur ekki náð vinsældum sem matfiskur í Bandaríkjunum. Þar er meiri áhugi fyrir því að veiða Eðalkarpann með svo kölluðum bogaveiðum Bowfishing. Með bogaveiðum er fiskurinn skotinn með hvössum spjótum. Metið í bogaveiðum var sett árið 2008 í Mississippi ánni í Illinois en Eðalkarpinn sem að var veiddur þá vóg um 42 kg. [8].
Heimsafli
breytaÁ eftir myndinni má sjá heimsaflann af Eðalkarpanum en hann er búinn að fara hratt uppávið síðustu ár.
Á neðri myndinni má sjá fimm helstu löndin þar sem að Eðalkarpinn er veiddur eða í fiskeldi en eins og áður hefur komið fram þá er langmest af honum í Kína. Það er svo lítið hjá hinum þjóðunum að það varla sést á myndinni þó svo að þær eru lagðar allar saman.
Tilvísanir
breyta- ↑ Red List. (2013). Hypophthalmichthys nobilis. Sótt 19. febrúar 2014 af http://www.iucnredlist.org/details/166172/0
- ↑ Fishbase. (e.d.). Hypophthalmichthys nobilis, Bighead Carp. Sótt 13. febrúar 2014 af http://www.fishbase.org/Summary/speciesSummary.php?ID=275&AT=bighead+carp
- ↑ Jennings, Dawn P. (Febrúar 1998). Bigheadcarp (Hypophthalmichthys nobilis): Biological Synopsis. Sótt 13. febrúar 2014 af www.dtic.mil/cgi-bin/GetTRDoc?AD=ADA322554)
- ↑ Missouri department of conversation. (e.d.). Bighead carp. Sótt 12. febrúar 2014 af http://mdc.mo.gov/discover-nature/field-guide/bighead-carp
- ↑ Fishbase. (e.d.). Hypophthalmichthys nobilis, Bighead Carp. Sótt 13. febrúar 2014 af http://www.fishbase.org/Summary/speciesSummary.php?ID=275&AT=bighead+carp
- ↑ Fishbase. (e.d.). Hypophthalmichthys nobilis, Bighead Carp. Sótt 13. febrúar 2014 af http://www.fishbase.org/Summary/speciesSummary.php?ID=275&AT=bighead+carp
- ↑ Red List. (2013). Hypophthalmichthys nobilis. Sótt 19. febrúar 2014 af http://www.iucnredlist.org/details/166172/0
- ↑ Wikipedia. (Desember, 2010). Bighead carp. Sótt 19. febrúar 2014 af https://en.wikipedia.org/wiki/Bighead_carp