Dustin Hoffman

bandarískur leikari

Dustin Hoffman (fæddur 8. ágúst 1937) er bandarískur kvikmyndaleikari. Hann er fægur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við The Graduate, Marathon Man, Midnight Cowboy, Little Big Man, Tootsie og Rain Man. Hoffman hefur unnið til ýmissa verðlauna, þar á meðal tvennra Óskarsverðlauna (fyrir leik sinn í Kramer vs. Kramer og Rain Man), fimm Golden Globe-verðlauna, fernra BAFTA-verðlauna, þriggja Drama Desk-verðlauna, Genie-verðlauna og Emmy-verðlauna. Dustin Hoffman hlaut AFI Life Achievement-verðlaunin árið 1999.

Dustin Hoffman árið 2009.
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.