Dreifni
(Endurbeint frá Dreifitala)
Dreifni er mælikvarði í stærðfræði og tölfræði á dreifingu slembibreytu, líkindadreifingar eða úrtaks, meðaltal fjarlægðar (eða tölugildis) mögulegra gilda þess og væntigildisins. Meðaltal er mælikvarði á miðsækni eða staðsetningu dreifingar en dreifni, hins vegar, lýsir því hversu þétt gildi hennar þyrpast saman. Mælieining dreifninnar (stundum nefnd dreifitala) er sú sama og það sem verið er að mæla, í öðru veldi. Kvaðratrótin af dreifninni er nefnt staðalfrávik og er mikið notuð mælieining lýsandi tölfræði.
Dæmi
breytaTening með sex hliðum er kastað og hver hlið hefur líkurnar 1/6 á að koma upp. Væntigildið er (1+2+3+4+5+6)/6 = 3.5. Dreifnin er því: