Draugaslóð

Draugaslóð er íslensk barna- og unglingabók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur frá árinu 2007. Bókaútgáfan Mál og Menning gaf bókina út á Íslandi.

Bókin fjallar um ungan strák, Eyvind Þóruson, sem býr með ömmu sinni og tveimur köttum í gömlum bústað við Elliðavatn þar sem að lífið gengur sinn vanagang, en nú liggur eitthvað í loftinu. Sami magnaði draumurinn sækir Eyvind aftur og aftur og örlogin leiða hann upp á öræfi þar sem hann fetar dularfulla draugaslóð á vettvangi Fjalla-Eyvindar, Reynistaðabræðra og margra annarra.

Bókin var tilnefnd til margra verðlauna, þar á meðal til Norrænu barnabókaverðlaunanna og barna- og unglingaverðlauna Vestnorræna ráðsins. Árið 2009 seldi Kristín Helga Gunnarsdóttir kvikmyndaréttinn á bókinni til kvikmyndaversins Zik Zak.