Douglas Haig

Breskur hershöfðingi (1861-1928)

Douglas Haig, fyrsti jarlinn af Haig, (19. júní 1861 – 29. janúar 1928) var herforingi og hermarskálkur í breska hernum. Í fyrri heimsstyrjöldinni fór hann fyrir herdeild Breta (British Expeditionary Force eða BEF) á vesturvígstöðvunum frá árinu 1915 til loka stríðsins. Hann var herforingi í orrustunni við Somme, orrustunni með hæsta dauðsfalli í hernaðarsögu Bretlands. Hann fór einnig fyrir her Breta í orrustunni við Passchendaele, vörn bandamanna við voráhlaupi Þjóðverja og síðan í gagnáhlaupi bandamanna sem leiddi til vopnahlés þann 11. nóvember 1918.[1][2][3]

Douglas Haig
Fæddur19. júní 1861
Dáinn29. janúar 1928 (66 ára)
21 Prince's Gate, London, Englandi
StörfHermaður
MakiDorothy Maud Vivian (g. 1905)
BörnAlexandra Henrietta Louisa, Victoria Doris Rachel, George Alexander Eugene Douglas, Irene Violet Freesia Janet Augustia

Haig var mjög virtur meðal Breta í kjölfar stríðsins og þegar hann lést var lýst yfir þjóðarsorg á meðan útför hans var haldin. Síðan á sjöunda áratugnum hefur hins vegar farið að bera æ meira á gagnrýni á Haig fyrir forystu hans í fyrri heimsstyrjöldinni.[4][5][6] Hann fékk viðurnefnið „Haig slátrari“ (Butcher Haig) fyrir þær tvær milljónir Breta sem létu lífið undir forystu hans.[4] Stríðsminjasafnið í Kanada segir um Haig að „stórtæk en dýrkeypt áhlaup hans við Somme (1916) og Passchendaele (1917) eru orðin táknræn fyrir blóðsúrhellingar og vonleysi fyrri heimsstyrjaldarinnar“.[7]

Majór-hershöfðinginn John Davidson, sem skrifaði ævisögu Haig, hefur hrósað forystu hans. Síðan á níunda áratugnum hafa margir sagnfræðingar fært rök fyrir því að hatur almennings á Haig hafi ekki tekið tillit til þróunnar nýrrar hertækni og -bragða í leiðtogatíð hans og vægi hans í sigri bandamanna árið 1918. Þessir sagnfræðingar telja himinhátt dauðsfallið afleiðingu hernaðarlegar stöðu Breta á þessum tíma.[1][2][3][8][9][10]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Sheffield, Gary (2002). Forgotten Victory: The First World War: Myths and Realities. Headline Review, bls. 21.
  2. 2,0 2,1 Sheffield 2002, bls. 263.
  3. 3,0 3,1 Hart, Peter (2008). 1918: A Very British Victory. Phoenix Books, bls. 2.
  4. 4,0 4,1 „Field Marshal Douglas Haig would have let Germany win, biography says“. The Times. 10. nóvember 2008. Sótt 22. júní 2013.
  5. J. P. Harris, Douglas Haig and the First World War (2009), p545
  6. „World War I's Worst General“. Military History Magazine. 11. maí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 ágúst 2013. Sótt 22. júní 2013.
  7. See "Canada and the First World War: Sir Douglas Haig"
  8. Davidson, Major General Sir J. (2010). Haig, Master of the Field. Barnsley: Pen & Sword, bls. 137.
  9. Todman, Dan (2005). The Great War: Myth and Memory. Hambledon Continuum, bls. 73–120.
  10. Corrigan, Gordon (2002). Mud, Blood & Poppycock. Cassell, bls. 298–330, 406–410.