Dmítríj Mendelejev
(Endurbeint frá Dmitríj Mendelejev)
Dmítríj Mendelejev (rússneska: Дми́трий Ива́нович Менделе́ев) (fæddur 8. febrúar 1834, látinn 2. febrúar 1907) var rússneskur efnafræðingur þekktastur fyrir að vera aðalhönnuður að fyrsta uppkasti lotukerfisins. Árið 1869 birti hann kenningar sínar en á sama tíma setti Þjóðverjinn Lothar Meyer fram hugmyndir sínar um kerfi er svipaði mjög til lotukerfis Mendelejevs. Þrátt fyrir framlag Meyers hefur Mendelejev hlotið mestan heiðurinn því hann var ákafari í að koma hugmyndum sínum á framfæri.