Johann Peter Gustav Lejeune Dirichlet

(Endurbeint frá Dirichlet)

Johann Peter Gustav Lejeune Dirichlet (13. febrúar 1805 nálægt Köln í Þýskalandi5. maí 1859) var þýskur stærðfræðingur af frönskum ættum. Hann stundaði nám í Parísarháskóla og vann seinna við Breslauháskóla og Berlínarháskóla. Árið 1855 tók hann við af Carl Frederich Gauss sem prófessor við Göttingenháskóla.

Johann Peter Gustav Lejeune Dirichlet

Dirichlet var sagður vera fyrsti maðurinn sem náði fullkomnum tökum á Disquisitiones Arithmeticae eftir Gauss, sem kom út um 20 árum áður en að hann tók við stöðunni. Hann er sagður hafa haft eintak við hendina öllum stundum.

Rannsóknir Dirichlets snérust fyrst og fremst um fléttufræði og talnafræði. Hann sannaði m.a. eitt tilvik af síðustu setningu Fermats fyrir n = 5 og að það væru til óendanlega margarar prímtölur í jafnmunarununni þar sem að og eru ósamþátta. Dirichlet-röð er kennd við hann.

  Þetta æviágrip sem tengist stærðfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.