Dio var bandarísk þungarokkshljómsveit stofnuð árið 1982 af söngvaranum Ronnie James Dio eftir að hann hafði yfirgefið Black Sabbath. Frumburður hljómsveitarinnar var platan Holy Diver sem er þekktasta verk sveitarinnar og hefur að geyma tvær smáskífur sem urðu vinsælar; Holy Diver og Rainbow in the dark. Árið 1985 hætti gítarleikarinn Vivian Campbell í bandinu eftir ósætti við Ronnie James Dio. Í kjölfarið varð meira um breytingar á liðskipan bandsins en trommarinn Vinny Appice (sem var með Ronnie James Dio í Black Sabbath) var með bandinu um langa hríð. Gítarleikarinn Craig Goldy tók við árið 1986 en dvaldi skamma stund. Árið 1989 gekk 18 ára, enskur gítarleikari, Rowan Robertsson, til liðs við hljómsveitina eftir að hafa sent demo-upptöku sem Dio hlustaði á.

Einkennismerki sveitarinnar.
Dio á tónleikum árið 2005 á Ítalíu.

Bandið tók sér hlé árið 1991-1993 þegar Dio vék sér aftur í Black Sabbath en sneri svo aftur með plötuna Strange Highways þar sem mikil stílbreyting varð með nýjum gítarleikara Tracy G. Tónlistin varð hrárri og hraðari og viðfangsefnin hurfu frá fantasíum yfir í samfélagsleg mál. Stílbreytingin var umdeild meðal aðdáenda og vinsældir bandsins dvínuðu.

Afturhvarf til fyrri stíls kom með plötunni Magica, árið 2000 og gítarleikarinn Craig Goldy sneri aftur. Árið 2007 fór Ronnie James Dio í tónleikaferðalag með Black Sabbath( eða Heaven & Hell) og hljómsveitin Dio lá í dvala mestmegnis eftir það. Dio vann að framhaldsplötum Magica áður en hann lést árið 2010 en auðnaðist aðeins að gefa út smáskífuna Electra haustið 2009.

Breiðskífur

breyta
  • Holy Diver (1983)
  • The Last in Line (1984)
  • Sacred Heart (1985)
  • Dream Evil (1987)
  • Lock Up the Wolves (1990)
  • Strange Highways (1994)
  • Angry Machines (1996)
  • Magica (2000)
  • Killing the Dragon (2002)
  • Master of the Moon (2004)

Meðlimir 2006-2010

breyta
  • Ronnie James Dio: Söngur
  • Craig Goldy: Gítar
  • Rudy Sarzo: Bassi
  • Simon Wright: Trommur
  • Scott Warren: Hljómborð

Fyrrum meðlimir

breyta
  • Vinny Appice – trommur (1982–1989, 1993–1999)
  • Jake E. Lee - gítar (1982)
  • Jimmy Bain – bassi (1982–1989, 1999–2004)
  • Vivian Campbell – gítar (1982–1986)
  • Claude Schnell – hljómborð(1984–1989)
  • Rowan Robertson – gítar (1989–1991)
  • Teddy Cook – bassi (1989–1991)
  • Jens Johansson – hljómborð (1989–1991)
  • Tracy G – gítar (1993–1999)
  • Jeff Pilson – bassi (1993–1997, 2004–2005)
  • Larry Dennison – bassi (1997–1999)
  • Doug Aldrich – gítar (2001–2004, 2005–2006)