Didz Hammond
David Jonathan Hammond (fæddur 19. júlí 1981), betur þekktur sem Didz Hammond, er enskur bassaleikari. Hann var bassaleikari og bakraddarsöngvari hljómsveitarinnar The Cooper Temple Clause (og spilaði einnig á önnur hljóðfæri öðru hverju), og er núverandi bassaleikari og bakraddarsöngvari hjá Carl Barât's Dirty Pretty Things.
Árið 2002 var hann útnefndur „34. svalasti maður í heimi“ af NME.