Det nordiske Literatur-Samfund
Det nordiske Literatur-Samfund var samnorrænt fornritafélag starfrækt í Kaupmannahöfn sem stóð að útgáfu norrænna fornrita og fornkvæða á um miðja 19. öld. Í félaginu voru nafntogaðir fræðimenn frá flestum Norðurlöndum, þar á meðal Jón Sigurðsson forseti og V.U. Hammershaimb og Svend Grundtvig.
Félagið er hvað þekktast fyrir að hafa gefið út ritröðina Nordiske Oldskrifter.
Nordiske Oldskrifter (útgáfur)
breyta- 1. bindi. Sagan af Hrafnkeli Freysgoða (1847).
- 2. bindi. Sagan af Helga og Grími Droplaugarsonum (1847).
- 3. bindi. Hervarar saga og Heiðreks konungs (1847).
- 4. bindi. Sagan af Birni Hítdælakappa (1847).
- 5. bindi. Vápnfirðinga saga (1848).
- 6. bindi. Sagan af Þórði Hreðu (1848).
- 7. bindi. Lucidarius, en Folkebog fra Middelalderen (1849).
- 8. bindi. Tvær sögur af Gísla Súrssyni (1849).
- 9. bindi. Kong Waldemar den andens Jyske Lov (1850).
- 10. bindi. Bandamanna saga (1850).
- 11. bindi. Grágás. Fyrsta hefti. (1850).
- 12. bindi. Sjúrðar kvæði (1851). V.U. Hammershaimb gaf út.
- 13. bindi. Valdemars sællandske Lov. (1852).
- 14. bindi. Eriks sællandske Lov. (1852).
- 15. bindi. Fóstbræðra saga (1852).
- 16. bindi. Grettis saga. Fyrsta hefti. (1853).
- 17. bindi. Grágás. Annað hefti. (1852). Vilhjálmur Finsen gaf út.
- 18. bindi. Skånske Lov. (1854).
- 19. bindi. Íslenzk fornkvæði. Fyrsta hefti. (1854). Svend Grundtvig og Jón Sigurðsson gáfu út.
- 20. bindi. Færöiske Kvæder (1855).
- 21. bindi. Grágás. Þriðja hefti. (1855). Vilhjálmur Finsen gaf út.
- 22. bindi. Grágás. Fjórða hefti. (1856).
- 23. bindi. Oldnordisk Sproglære. (1858).
- 24. bindi. Íslenzk fornkvæði. Annað hefti. (1858).
- 25. bindi. Grettis saga. Annað bindi. (1859).
- 26. bindi. Íslenzk fornkvæði. Þriðja hefti. (1859).
- 27. bindi. Bárðar saga Snæfellsáss - Víglundar saga (1860). Guðbrandur Vigfússon gaf út.
- 28. bindi. Hávarðar saga Ísfirðings (1860).
- 31. bindi. Oldnordisk Ordföjningslære (1862)
- 32. bindi. Grágás. Fimta hefti. (1870). Vilhjálmur Finsen gaf út. (bindi 32)
- Íslenzk fornkvæði. Fjórða hefti. (1885). Svend Grundtvig og Jón Sigurðsson gáfu út.