Demodex er ætt örsmárra sníkjumítla sem lifa í eða nálægt hársekkjum spendýra. Þekktar eru um 65 tegundir af Demodex en þessir hársekkjamaurar eru meðal smæstu liðdýra sem finnast. Tvær þessara tegunda lifa á mönnum, það eru Demodex folliculorum og Demodex brevis sem báðar eru augnháramítlar. Tegundin Demodex canis lifir á hundum. Demodex smit er algengt og veldur sjaldnast einkennum en stundum valda þessir maurar húðsjúkdómum.

Demodex

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Áttfætlur (Arachnida)
Undirflokkur: Mítlar (Acarina)
Ættbálkur: Trombidiformes
Ætt: Demodicidae
Nicolet, 1855
Ættkvísl: Demodex
Owen, 1843
Tegundir

Demodex aries
Demodex aurati
Demodex brevis
Demodex bovis
Demodex canis
Demodex caprae
Demodex caballi
Demodex cati
Demodex cornei
Demodex criceti
Demodex equi
Demodex folliculorum
Demodex gapperi
Demodex gatoi
Demodex injai
Demodex ovis
Demodex phyloides
Demodex zalophi

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.