Kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)
(Endurbeint frá Democrazia Cristiana)
Kristilegi demókrataflokkurinn á Ítalíu var stjórnmálaflokkur sem aðhylltist stjórnmálastefnu kristilegra demókrata sem er eitt afbrigði félagshyggju. Flokkurinn var stofnaður skömmu eftir Síðari heimsstyrjöld. Hann var arftaki ítalska alþýðuflokksins (Partito Popolare Italiano) sem presturinn Don Luigi Sturzo hafði stofnað 1919 en fasistastjórnin lýst ólöglegan 1925. Flokkurinn var stærsti flokkur Ítalíu frá 1948 til 1992 og myndaði ávallt ríkisstjórn með minni flokkum, eins og frjálslynda flokknum, lýðveldisflokknum og jafnaðarmönnum til 1963 þegar hann myndaði fyrstu vinstri-miðjustjórnina með sósíalistum. Flokkurinn lagðist af í kjölfar hneykslismála í tengslum við Mani pulite-réttarhöldin 1992 til 1994.