Davíð Janis
Davíð Janis (fæddur Anis; 4. febrúar 1946 – 12. nóvember 2021)[1] var íslensk-indóneskur fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann var einn af fyrstu erlendu körfuknattleiksmönnunum hér á landi er hann gekk til liðs við KR árið 1970.[2][3]
Davíð Janis | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 4. febrúar 1946 | |
Fæðingarstaður | Súmatra, Indónesía | |
Dánardagur | 12. nóvember 2021 (75 ára) | |
Dánarstaður | Reykjavík, Ísland, | |
Hæð | 1.75m | |
Leikstaða | Bakvörður | |
Háskólaferill | ||
196?–1970 | University of Arizona | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1970–1973 1973–197? 197?–1977 1977–197? |
KR ÍS Fram KR | |
Þjálfaraferill | ||
1976–1977 | Fram | |
1 Meistaraflokksferill |
Æska
breytaKörfuboltaerill
breytaDavíð lék með unglingalandsliði Indónesíu áður en hann fór til náms við háskólann í Arizona og tók þá upp nafnið David Janis. Árið 1970 fluttist hann með íslenskri konu sinni til Íslands[5] og hóf í kjölfarið að leika með KR.[6] Hann lék með KR í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 og árið 1972 varð hann Reykjavíkurmeistari með félaginu.[7]
Árið 1973 fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og íslenskaði fornafn sitt í Davíð.[5]
Haustið 1973 færði hann sig yfir til ÍS[8] og árið 1974 lék hann með liðinu á Norðurlandamóti háskóla sem fram fór í Reykjavík.[9] Árið 1977 gekk hann aftur til liðs við KR eftir veru í Fram.[10]
Þjálfaraferill
breytaDavíð þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Fram veturinn 1976–77 en það var eina tímabilið sem félagið tók þátt í Íslandsmóti kvenna.[11]
Heimildir
breyta- ↑ „Davíð Janis“. Morgunblaðið. 29. nóvember 2021. Sótt 10. janúar 2023.
- ↑ „KR-ingur frá Indónesíu!“. Vísir. 11. desember 1970. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „KR með leynivopnið frá Indónesíu“. Vísir. 10. mars 1970. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „Indónesar eru óhræddari við snertingu“. Vísir. 2. desember 1984. Sótt 25. apríl 2019.
- ↑ 5,0 5,1 „Þorrabakki með sviðum, súrum hval, hrútspungum...“. Dagblaðið Vísir. 19. mars 1983. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „Indónesíumaður leikur með KR!“. Tíminn. 7. mars 1970. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar“. Morgunblaðið. 20. desember 1972. bls. 20, 31. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „Barátta sterkra miðherja“. Alþýðublaðið. 14. nóvember 1973. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „Stúdentar leika í Danmörku og Noregi“. Tíminn. 7. febrúar 1974. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ „Félagaskipti í körfunni“. Vísir. 22. september 1977. Sótt 21. júlí 2018.
- ↑ Stefán Pálsson (2009). Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár. Knattspyrnufélagið Fram. bls. 239–240. ISBN 978-9979-70-579-6. Sótt 18. október 2020.