Dauði

(Endurbeint frá Dauðsfall)

Dauði eða andlát er endalok virkrar starfsemi lifandi veru. Ýmsar skilgreingingar eru til á dauða og þegar ekki er um að ræða læknisfræðileg inngrip fara þær í flestum tilvikum saman. Með tilkomu tækninnar hefur þó skilgreiningin á dauða orðið talsvert flóknari og mikilvægari.

Legsteinn yfir gröf í kirkjugarði.

Áður fyrr var oftast miðað við að dauði ætti sér stað þegar hjartsláttur og öndun voru ekki lengur til staðar. Með aðstoð læknisfræðinnar er nú oft hægt að endurræsa hjartað og öndunarfærin, svo nú eru þessi einkenni kölluð klínískur dauði.

Í nútímalæknavísindum er því oftast notað hugtakið heiladauði, sem er samsett mæling á því hvort heilastarfsemi er endanlega hætt og útilokað að koma henni af stað aftur.

Þegar allar lífverur af einhveri tegund deyja er talað um útdauða.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi dauðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.