Daruma er japönsk brúða með stór augu en án útlima. Daruma brúða er úr pappamassa sem er þyngdur að neðan svo brúðan velti ekki. Ef daruma brúðu er hallað þá reisir hún sig við aftur. Daruma brúður eru oft seldar í búddhahofum og á brúðurnar eru skrifuð japönsk skriftákn fyrir hamingju og velgengni.

Daruma með eitt litað auga.

Brúðan á að tákna búddhamunkinn Bodhidharma sem á japönsku er kallaður daruma og þaðan kemur heiti brúðunnar. Brúðan er búin til án handa og fóta og vísar það til þess að munkurinn sat í níu ár fyrir framan klettavegg og hugleiddi. Munkurinn var einnig sagður stunda jóga og bardagalist og er sagður hafa lagt grunn að shaolin kung fu. Daruma brúða er talin verkfæri til að uppfylla óskir þannig að fyrst er annað auga brúðunnar litað og henni stillt upp á stað þar sem sá sem óskar fer framhjá á hverjum degi. Ef óskin rætist þá litast hitt augað líka og eftir það má brenna brúðuna í hofi.

Á 18. öld var damura brúðan þekkt sem leikfang, sem skopparakringla eða veltibolti.

Japanska orðið fyrir snjókall er Yuki-daruma sem merkir snjó-daruma.

Tengill breyta

  • Henry Punsmann: Daruma, a Symbol of Good Luck. In: Asian Folklore Studies, Jg. 21, 1962. (PDF; 800 KB)