Dark Harvest

Íslensk hljómsveit

Dark Harvest var þungarokkshljómsveit sem stofnuð var árið 2002. Meðlimir hennar voru Gulli Falk (gítar), Kristján B. Heiðarsson (trommur) og Magnús H. Pálsson (bassi).[1] Hljómsveitin spilaði að mestu instrumental lög.

Dark Harvest á tónleikum árið 2003
Dark Harvest á tónleikum árið 2003

Eftir að hafa starfað í um tvö ár gaf hljómsveitin út demóútgáfu sem bar nafnið Deeper. Þar var einnig með í för söngvarinn Jens Ólafsson, þekktari sem Jenni í Brain Police.[2]

Árið 2006 gaf hljómsveitin út plötu sem bar nafnið Dark Harvest.[3]

Guðlaugur Falk lést árið 2017.

Útgefin verk

breyta
  • Deeper (2004) - demóútgáfa
  • Dark Harvest (2006)

Heimildir

breyta
  1. „Kolsvört þungarokksuppskera“. Morgunblaðið. Sótt 30. júní 2017.
  2. „Dark Harvest“. Heimasíða Dark Harvest. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. júní 2017. Sótt 30. júní 2017.
  3. „Gítarplata sem breytir heiminum“. Morgunblaðið. Sótt 30. júní 2017.