Danska ásatrúarfélagið
Forn Siðr – Asa- og Vanetrosamfundet i Danmark (á íslensku: Forn Siðr - Ása- og Vanatrúarfélag Danmerkur) er danskur trúarsöfnuður sem helgaður er trú á Æsi og önnur norræn goðmögn. Söfnuðurinn var stofnaður 15. nóvember 1997, og viðurkenndur sem trúfélag 6. nóvember 2003.