Dalsmynni (við Eyjafjörð)
Dalsmynni er dalur á Norðurlandi sem tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal. Dalsmynni er norðvestan hans og rennur Fnjóská þar í gegn til sjávar. Snjóflóð eru tíð í Dalsmynni. [1] En beggja vegna dalsins eru 800-1000 metra há fjöll. [2]
Hlíðar Dalsmynnis eru kjarri eða skógi vaxnar. Skuggabjargaskógur er skóglendi sunnan megin í dalnum. Þar er einn stærsti upprunalegi birkiskógur landsins. Austan megin við skóginn eru nýgróðursetningar af aðallega lerki og furu. [3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Snjóflóðið í Dalsmynni óvenju stórt Rúv, skoðað 30. mars, 2018.
- ↑ Grenivík Geymt 15 apríl 2016 í Wayback Machine Nat.is, skoðað 30. mars, 2018.
- ↑ Mela- og Skuggabjargaskógur Geymt 23 maí 2017 í Wayback Machine Skógræktin. Skoðað 30. mars, 2018.