Dagur ginningarfíflanna

Dagur ginningarfíflanna (franska: la journée des Dupes) var einn dagur í nóvember 1630 þegar óvinir Richelieu kardinála töldu sér hafa tekist að sannfæra Loðvík 13. um að hrekja hann frá völdum. Dagurinn er talinn hafa verið ýmist 10., 11. eða 12. nóvember.

Myndskreyting eftir Maurice Leloir frá 1910.

Langvarandi átök milli konungsmóðurinnar, Maríu de'Medici, og kardinálans náðu hámarki þann 10. nóvember þegar hún krafðist þess að konungur gerði upp á milli þeirra. Þetta gerðist á fundi þeirra kardinálans og konungs í Lúxemborgarhöll. Eftir þetta hélt konungur í veiðihús sitt í Versölum. Richelieu taldi sjálfur að ferli hans við hirðina væri lokið en fyrir milligöngu valdamikilla bandamanna hans ákvað konungur að hafa hann áfram í þjónustu sinni. Meðan andstæðingar kardinálans fögnuðu falli hans í Lúxemborgarhöll hitti konungur Richelieu í Versölum þar sem hann fullvissaði hann um áframhaldandi stuðning sinn.

Eftir þetta fór María í sjálfskipaða útlegð til Compiègne.

Í skáldskap breyta

Dagur ginningarfíflanna er hápunktur skáldsögunnar Le comte de Moret ou Le sphinx rouge eftir Alexandre Dumas frá 1865-6 og í Fyrirskipun kardinálans (Under the Red Robe) eftir Stanley J. Weyman frá 1894. Síðastnefnda bókin hefur tvisvar verið kvikmynduð, einu sinni sem bandarísk þögul mynd árið 1923 í leikstjórn Alan Crosland og síðan sem bresk mynd frá 1937 í leikstjórn Victor Sjöström.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.