Dagur
tímatal
Dagur er tímaeining sem afmarkast þeim tíma dags sem að staður er lýstur upp af sólinni. Hann byrjar við sólarupprás og endar við sólsetur. Meðallengd dags eru 12 klukkutímar.
Í mörgum löndum er skilgreiningin á einum degi oft sú sama og sólarhringur, það er, tíminn frá sólarupprás til næstu sólarupprásar. Lengd dagsins fer eftir möndulsnúningi jarðarinnar. Dagur getur jafnframt verið helmingur sólarhringsins á móti nóttu.
Forn hefð er fyrir því að nýr dagur hefst og lýkur þegar sólin er við sjóndeildarhring. Nákvæmur tími fer eftir hnattfræðilegri stöðu og árstíðum. Í Forn-Egyptalandi var dagurinn skilgreindur frá sólarupprás til næstu sólarupprásar. Í Forn-Evrópu afmarkaðist dagurinn af sólsetri.