DDT skordýraeitur (hljómsveit)

DDT skordýraeitur er íslensk pönkhljómsveit frá Neskaupstað. Nafn hljómsveitarinnar vísar til DDT.

Hljómsveitin fyrir utan Egilsbúð haustið 2020
DDT skordýraeitur
Uppruni Neskaupstaður
Tónlistarstefnur Pönk
Ár 2015 –
Meðlimir
Núverandi Arnar Guðmundsson Heiðmann, söngur og gítar

Þorvarður Sigurbjörnsson, söngur og bassi

Pjetur St. Arason, söngur og gítar

Hjálmar Joensen, trommur

Fyrri Ágúst Ingi Ágústsson, trommur 2015 - 2020

SagaBreyta

Hljómsveitin var stofnuð haustið 2015 í Neskaupstað. Hún er afsprengi annarrar hljómsveitar sem hét Doddi og draumaprinsarnir sem var skipuð starfsfólki Verkmenntaskóla Austurlands. Hljómsveitina DDT skordýraeitur stofnuðu framhaldsskólakennararnir Arnar Guðmundsson söngur og gítar, Ágúst Ingi Ágústsson trommur, Pjetur St. Arason gítar og söngur og Þorvarður Sigurbjörnsson bassi og söngur. Sveitin spilar pönkskotið rokk sem oft á tíðum er í þyngri kantinum. Meðlimir sveitarinnar stofnuðu svo félag í kringum sveitina sem hefur það markmið að standa fyrir hátíðum og ýmsum uppákomum. Þetta félag heitir DDT pönkviðburðir og var stofnað í október 2018. Vorið 2020 sagði svo Ágúst Ingi Ágústsson skilið við hljómsveitina en til liðs við hljómsveitina gekk þá trymbillinn Hjálmar Joensen sem hafði áður trommað í hljómsveitinni Winson Will Rocktheworld.

Fyrstu skref DDT skordýraeitursBreyta

Fyrstu vikurnar æfði sveitin í kjallara sem ber heitið Blúskjallarinn. En svo færðust æfingar og tónleikahald í Valsmýri 5.

Útgáfur og lagasmíðBreyta

DDT skordýraeitur hefur sent frá sér eina EP plötu, Aleppo sem kom út í 29. desember 2017, rafræn útgáfa kom út á Spotify 22. desember sama ár. Á þeirri plötu voru 5 lög, Tinder, Götubarn, Klæddu þig úr gervi, Bless Aleppo og Svarta ekkjan. Platan var tekin upp í Stúdió Mána í nóvember sama ár og var upptökustjóri Guðjón Birgir Jóhannsson. Platan var gefin út í 50 eintökum.

Árið 2019 kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar. Sú plata var tekin upp á haustmánuðum 2019 í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði og upptökustjóri var Vincent Wood frá Írlandi. Platan innihélt 16 lög, 15 þeirra frumsamin og ein ábreiða af lagi Bubba Morthens, Leyndarmál frægðarinnar. Fjögur af þessum lögum höfðu þó komið út áður á EP plötu sveitarinnar tveimur árum áður. Platan var gefin út í 300 eintökum. Einnig voru gefin út 5 eintök af plötunni á vínylformi í svörtu albúmi.