DB blaðið er héraðsfréttablað í Dalvíkurbyggð. Stofnað af Halldóri Inga Ásgeirssyni og Albert Gunnlaugssyni og kom fyrsta blaðið út 1. júlí 2011. Halldór Ingi var ritstjóri og blaðamaður á Bæjarpóstinum þar til hann hætti. Blaðið er áskriftarblað og var gefið út vikulega á fimmtudögum allt þar til Covid-19 setti strik í reikninginn og farið var að gefa blaðið út á hálfsmánaðar fresti. Halldór Ingi veiktist og varð að hætta ritstjórninni í lok 2018, en við tók á 1. tbl. 2019 Guðrún Inga Hannesdóttir. Hún var ritstjóri og blaðamaður til 1. september 2021, en þá tók við Heiðdís Björk Gunnarsdóttir og var til 1. september 2022. Eftir 1. sept. 2022 hefur eigandinn Albert Gunnlaugsson verið ritstjóri og blaðamaður. Skráður eigandi er Tunnan prentþjónusta ehf. Blaðið var aftur orðið vikulegt, en var eftir 1. sept. 2022 hálfsmánaðarlegt og er útgáfudagur kominn á föstudaga. Haldið er úti fésbókarsíðu um blaðið.Heimasíða og upplýsingar eru á www.dbl.is