Doris Löve

(Endurbeint frá D.Löve)

Doris Benta Maria Löve, áður Wahlén (fædd 2 janúar 1918 í Kristianstad – látin 25 februar 2000 í San Jose, Kaliforníu) var sænskur kerfis-grasafræðingur, sérstaklega virk á norðurslóðum .[1]

Doris Löve
Fæðingardagur02.01.1918
FæðingarstaðurKristianstad
MakiÁskell Löve
Dánardagur25.02.2000
DánarstaðurSan Jose, Kaliforníu
ÞjóðerniSænsk
Land (starf)Bandaríkin
Nam viðHáskólinn í Lundi
Þekkt fyrirFrumuflokkunarfræði á norður heimskauti

Biography

breyta

Doris Löve fæddist í Kristianstad, Svíþjóð. Hún nam grasafræði við háskólanum í Lundi frá 1937. Hún giftist samnemenda sínum og félaga, hinum íslenska Áskeli Löve. Hún lauk PhD í grasafræði 1944. Viðfangsefni doktorsritgerðarinnar var kyngerðir Melandrium ættkvíslarinnar. Eftir nám fluttu hjúin til Íslands og þar eftir til Winnipeg 1951, til Montreal 1955, og til Boulder 1965. Doris gat ekki setið í háskólum þar sem Áskell kenndi á sama tima. Að lokum fluttu þau til San Jose í Kaliforníu, 1974.[1]

Í sameiningu rannsökuðu Áskell og Doris litningafjölda plantna og hlut þeirra í flokkun tegunda. Þau gáfu út fjölda greina á því sviði og eru talin upphafsmenn frumuflokkunarfræði.[1]

Hún stóð fyrir vísindaráðstefnu 1962, um North Atlantic Biota and their History með framlögum m.a. frá: Eric Hultén, Tyge W. Böcher, Hugo Sjörs, John Axel Nannfeldt, Knut Fægri, Bruce C. Heezen og Marie Tharp.

Doris Löve þýddi einnig tvær bækur eftir Níkolaj Vavílov yfir á ensku.[1]

Áskell Löve, maður hennar var neyddur til þess að segja af sér 1974, þá með stöðu prófessors og nefndarmaður við líffræðideild við hákólann í Boulder, Colorado. 1997 skrifaði hún fjölskyldusöguna, 86 blaðsíðna rit sem er með ýtarlega lýsing á því þegar maður hennar var neyddur til að segja af sér. Ritið var geymt í Hunt Botanical Library í Pittsburgh 1997 og átti að vera þar óútgefið til 2018.[2]

Önnur hlutverk

breyta

Valdar útgáfur

breyta

Styttingin D.Löve er notuð þegar vísað er á hana í grasafræði.[3]

Greinar um grasafræði

breyta
  • Löve, Á.; Löve, D. (1961). Chromosome numbers of central and northwest European plant species. Opera Botanica vol. 5. Stockholm: Almqvist & Wiksell. bls. 1–581.
  • Löve, Á.; Löve, D. (1966). Cytotaxonomy of the alpine vascular plants of Mount Washington. University of Colorado Studies. Series of Biology No. 24. Boulder: University of Colorado. bls. 1–75.
  • Löve, Á.; Löve, D. (1974). Cytotaxonomical atlas of the Slovenian flora. Cytotaxonomical Atlases vol. 1. Vaduz: J. Cramer. bls. 1241.
  • Löve, Á.; Löve, D. (1975). Cytotaxonomical atlas of the Arctic flora. Cytotaxonomical Atlases vol. 2. Vaduz: J. Cramer. bls. 598.
  • Löve, Á.; Löve, D.; Pichi-Sermolli, R. E. G. (1977). Cytotaxonomical atlas of the Pteridophyta. Cytotaxonomical Atlases vol. 3. Vaduz: J. Cramer. bls. 398.

Greinargerðir ráðstefnunnar 1962

breyta

Verk hennar við flokkun gerði Joceliyn, konu Kenneth Hare fært að setja saman jurtasafn plantna frá Kaumajetfjöllum.[3]

Þýðingar

breyta
  • Botanical observations of the Penny Highlands of Baffin Island, Results of the Second Baffin Expedition by the Arctic Institute of North America (1953) under the leadership of Col. P.D. Baird [4]
  • Níkolaj Vavílov, Origin and geography of cultivated plants, Archives of Natural History, January 1994[5]

Annað

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Kaersvang, Lóa Löve; Weber, W.A.; Ives, J. D. (2000). „Doris Löve (1918–2000) In Memoriam“. Arctic and Alpine Research. 32 (3): 360–363. doi:10.1080/15230430.2000.12003375. JSTOR 1552536. S2CID 218525313.
  2. Kaersvang, Lóa Löve; Weber, W.A.; Ives, J. D. (2000). „Doris Löve (1918–2000) In Memoriam“. Arctic and Alpine Research. 32 (3): 360–363. doi:10.1080/15230430.2000.12003375. JSTOR 1552536. S2CID 218525313.
  3. Huneault, Kristina (16. júlí 2018). I'm Not Myself at All: Women, Art, and Subjectivity in Canada (enska). McGill-Queen's Press - MQUP. ISBN 978-0-7735-5403-0.
  4. Schwarzenbach, Fritz Hans (2010). Botanical Observations on the Penny Highlands of Baffin Island (enska). BoD – Books on Demand. ISBN 978-3-8423-1884-7.
  5. „VAVILOV, N. I. Origin and geography of cultivated plants . (Translated by Doris Löve)“. Research Gate. janúar 1994.