Dúfan (stjörnumerki)

Dúfan (latína: Columba) er stjörnumerki á suðurhimni, á milli Stóra hunds og Hérans. Petrus Plancius skilgreindi hana fyrstur á stjörnukorti árið 1592 og nefndi hana Columba Noachi („dúfa Nóa“). Hún á að tákna dúfu sem ber ólífugrein.

Dúfan á stjörnukorti.

Bjartasta stjarna merkisins, Alfa Columbae, hefur aðeins birtustigið 2,7. Hún er í um 270 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Tenglar breyta