Dúdúfuglsáhrif
Dúdúfuglsáhrifin er sú niðurstaða sumra rannsókna að allar tegundir sálfræðimeðferðar við geðröskunum virki jafn vel. Nafnið er komið úr bókinni Ævintýri Lísu í Undralandi, þar sem ein sögupersónan, dúdúfugl, segir að allir hafi unnið, og því þurfi allir að fá verðlaun.