Dönsku hertogadæmin
Dönsku hertogadæmin er hugtak sem var notað um Slésvík og Holtsetaland eftir 1474, þegar Holtsetaland varð hertogadæmi eins og Slésvík. Á árabilinu 1815-1864 náði hugtakið einnig yfir Láenborg.
Hertogadæmið Slésvík var danskt lén, en Holtsetaland og Láenborg voru þýsk lén. Konungur Danmerkur var því bæði hertogi og lénsherra í Slésvík, en sem hertogi (eða meðhertogi) í Holtsetalandi var hann lénsmaður Þýskalandskeisara.