Dímon (Þjórsárdal)

Dímon er kubbabergsstapi yfir 200 metrum í Þjórsárdal. Bergið í honum er talið hafa myndast við gos í megineldstöð fyrir 2 milljónum ára, þar eru lagskipt hraunlög. Umhverfis Dímon er birkiskógur og upp við hann er greniskógur, þ.e. Skriðufellsskógur.

Þverhnípi við Dímon.
Skriðufellsskógur og Dímon.

Heimild breyta

  • Ofan Hreppafjalla. Ferðafélag Íslands. 1996.