Díómedes
- Þessi grein fjallar um argversku hetjuna úr Trójustríðinu, einn af helstu herforingjum Akkea.
- Um rómverska málfræðinginn, sjá Diomedes Grammaticus. Um mannsnafnið, sjá Díómedes
Díómedes (forngríska:Διομήδης) er hetja í grískri goðafræði og er einkum þekktur fyrir þátttöku sína í Trójustríðinu. Hann var sonur Týdeifs og Deipýlu og varð síðar konungur í Argos, á eftir afa sínum, Adrastosi. Í Ilíonskviðu Hómers er Díómedes ásamt Ajasi Telamonssyni álitinn næstbesta stríðshetja Akkea. Hann er ásamt vini sínum Ódysseifi í uppáhaldi hjá Aþenu. Í Eneasarkviðu Virgils er Díómedes meðal þeirra sem földu sig í Trójuhestinum.