Dægurblekill
Dægurblekill (fræðiheiti: Coprinus ephemeroides) er agnarlítill blekill með fínlegan staf og aflangan hatt, 1-5 mm, sem er gáraður á hliðunum og með gráum flösum. Dægurblekill er eina blekilstegundin sem er með kraga á stafnum. Hann vex á hrossataði og kúaskít.
Dægurblekill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Coprinus ephemeroides |
Á Íslandi er dægurblekill algengur um allt land.