Cynthia Lennon

fyrsta eiginkona John Lennon (1939-2015)

Cynthia Lennon (f. Powell; 10. september 1939 – 1. apríl 2015) var fyrsta eiginkona John Lennon og móðir Julian Lennon.

Lennon árið 1964

Hún fæddist í Blackpool en ólst upp í Hoylake. Hún gekk í Listaháskólann í Liverpool þar sem Lennon var einnig nemandi. Powell og Lennon byrjuðu í sambandi eftir að hafa kynnst í kennslustund um skrautskrift. Þau giftust í ágúst 1962 eftir að Powell varð ólétt. Þau skildu síðan árið 1968 þegar að Lennon hélt framhjá Powell með japönsku listakonunni Yoko Ono. Á lokaárunum sínum bjó hún á Mallorca á Spáni þar sem hún lést árið 2015, 75 ára að aldri.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.