Cushing-heilkenni
Cushing-heilkenni er sjúkdómur sem orsakast af of miklu kortisóli í líkamanum. Kortisól er sykursteri sem dregur úr bólgu og hefur áhrif á efnaskipti. Þetta heilkenni getur komið fram vegna notkunar á sykurstera-lyfjum eða vegna hormónaframleiðandi æxlis.
Einkenni eru hár blóðþrýstingur, feitur kviður en mjóir útlimir, rauðar húðþenslurákir, kringlótt andlit, veikburða vöðvar, beinþynning, bólur, og viðkvæm húð sem er lengi að gróa. Tíðahringur getur brenglast hjá konum. Í sumum tilfellum koma fram breytingar á skapi og þreytutilfinning.
Oftast er hægt að læknast af Cushing-heilkenni, ýmist með því að draga úr notkun sykurstera eða með skurðaðgerð sé ástæðan æxli.