Culture Shock

Culture Shock var anarkó- og ska-pönk hljómsveit stofnuð í Warminster í Wiltskíri í Englandi árið 1986 af Dick Lucas sem áður hafði verið í hljómsveitinni Subhumans. Á þriggja ára starfsferli hljómsveitarinnar spilaði hún á hundruðum hljómleika og gaf út þrjár breiðskífur hjá Bluurgútgáfunni. Umfjöllunarefni texta hljómsveitarinnar voru oftast félags- og stjórnmálaleg málefni, frá dýravernd, Norður Írlandi, stríði og félagsfirringu. Þrátt fyrir að snúast um umdeilanleg efni voru textar hljómsveitarinnar oftast með jákvæðu ívafi. Culture Shock leysti upp laupana árið 1989 þegar meðlimirnir Nige og Bill þurftu að sinna fjölskyldum sínum. Dick stofnaði svo hljómsveitina Citizen Fish með bassaleikaranum Jasperi og tveimur öðrum fyrrum meðlimum Subhumans. Nige lést árið 1993

MeðlimirBreyta

 • Dick Lucas (söngur)
 • Nige (d. 1993) (gítarleikur/söngur)
 • Paul (bassaleikur á Go Wild og Onwards and Upwards)
 • Bill (trommuleikur)
 • Jasper (bassaleikur á All the Time)

ÚtgáfurBreyta

Breiðskífur

 • Go Wild (Fish 18)
 • Onwards & Upwards (Fish 20)
 • All The Time! (Fish 23)

Safndiskar

 • Crisis Point EP
 • Stonehenge EP
 • Open Mind Surgery LP

Snældur

 • Living History demo Apr-86 (Bluurg Tapes 66)
 • Live At The Fish (Earth Zone)
 • Reality Stop No.44 demo Dec-86 (Bluurg Tapes 71)
 • Hot and Sweaty live compilation (Bluurg Tapes 79)

ÍtarefniBreyta