Cowes-vikan

(Endurbeint frá Cowes Week)

Cowes-vikan (enska: Cowes Week) er ein elsta siglingakeppni heims og jafnframt einn stærsti siglingaviðburður heims, með allt að 40 keppnir á dag þar sem um 1000 bátar og 8000 siglingamenn taka þátt, allt frá ólympíukeppendum að frístundasiglurum. Viðburðurinn varð til að undirlagi Georgs 6. Englandskonungs árið 1825 og í kjölfarið varð Cowes á Isle of Wight að höfuðstöðvum konunglega siglingafélagsins Royal Yacht Club. Fyrsta keppnin var haldin 1826. Keppendur keppa um fjölda ólíkra verðlauna eins og Drottningarbikarinn frá 1897, Britanníubikarinn frá 1950 og New York Yacht Club-áskorendabikarinn frá 1951.

Siglingakeppni á Cowes-viku 2003.

Cowes-vikan er oftast haldin í byrjun ágúst hvert ár og miðast við lok Goodwood-kappreiðanna en stundum hefur hún verið færð til vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Þessa viku er Solentsundið fullt af litríkum skútum af öllum stærðum. Auk siglingakeppna er fjöldi viðburða í landi og hátíðin dregur að um 100.000 gesti á hverju ári.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.