Suðurkórónan
(Endurbeint frá Corona Australis)
Suðurkórónan er stjörnumerki á suðurhimni og eitt af 48 stjörnumerkjum sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld. Forn-Grikkir sáu það fyrir sér sem krans fremur en kórónu og tengdu við Bogmanninn eða Mannfákinn. Björtustu stjörnur stjörnumerkisins mynda hring eða skeifu.