Corona (hljómsveit)
Corona er ítölsk eurodance-hljómveit stofnuð í Massa í Toskana árið 1993 af hópi í kringum útsetjarann Francesco Bontempi. Auk Bontempis voru þátttakendur í verkefninu Francesco Alberti, Graziano Fanelli, Ivana Spagna, Theo Spagna, Antonia Bottari, Annerley Gordon og Fred Di Bonaventura. Olga de Souza voru fengnar til að syngja og Olga de souza varð andlit hópsins út á við sem „Corona“. Fyrsti slagari sveitarinnar var „Rhythm of the Night“ 1994 1995: „Baby Baby“ og „Try Me Out“.
Hópurinn gaf út plötuna Walking On Music árið 1998 sem náði ekki neinum vinsældum, en Bontempi og Olga de Souza héldu áfram samstarfi með nýrri plötu árið 2000. De Souza gaf að síðustu út plötu með eigin efni árið 2006 undir nafninu Corona.