Dægurblekill (fræðiheiti: Coprinus ephemeroides) er agnarlítill blekill með fínlegan staf og aflangan hatt, 1-5 mm, sem er gáraður á hliðunum og með gráum flösum. Dægurblekill er eina blekilstegundin sem er með kraga á stafnum. Hann vex á hrossataði og kúaskít.

Dægurblekill
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Undirflokkur: Beðsveppir (Hymenomycetae)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Blekilsætt (Coprinaceae)
Tegund:
Bleklar (Coprinus)

Tvínefni
Coprinus ephemeroides

Á Íslandi er dægurblekill algengur um allt land.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.