Krabbaflær
Krabbaflær (Copepoda) er hópur krabbadýra sem lifa í vatni, bæði ferskvatns- og saltvatni og er hægt að finna þær nánast alls staðar þar sem er vatn. Búsvæði þeirra eru aðallega í ferskvatni eða um 75%, en þær finnast samt sem áður allt frá dýpsta botni sjávar til hæstu fjallavatna, bæði í ísköldu vatni og heitum vatnshverum. Krabbadýr eru gríðarlega mikilvægar fyrir vistkerfi hafsins og er mjög fjölbreyttur lífveruhópur með margar undirtegundir. Þær eru flestar á stærð við hrísgrjón en geta verið allt frá 0,2mm að 17mm og eru algengasti dýrahópurinn í svifinu. Það eru 10 ættbálkar undir krabbaflóm. [1]
Krabbaflær | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Svarthvít mynd sem sýnir útlínur rauðátu.
| ||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||
|
10 ættbálkar krabbaflóa:
- Platycopioida
- Calanoida
- Misophrioida
- Canuelloida
- Gelyelloida
- Harpacticoida
- Mormonilloida
- Cyclopoida
- Siphonostomatoida
- Monstrilloida
Vistkerfi
breytaSvifdýrin ljóstillífa flest, sem þýðir að þau þurfa ekki að borða heldur fá orkuna sína frá sólinni. Þau eru gríðarlega mikilvæg fyrir vistkerfi hafsins og er mikilvæg fæða fyrir margar tegundir í sjónum, t.d. skíðhvala og litílla fiska. Talið er að fullorðinn steypireyður éti um 4 tonn af krabbaflóm á dag. [3]
Undirtegundir:
breytaTil eru margar sviftegundir og eru krabbadýrin mjög fjölbreyttur hópur sem þó er erfitt að greina í sundur vegna hversu litlar og líkar þær eru. Um 170 svifdýr af ættbálki krabbaflóa hafa fundist hér við land og alls hafa 14 tegundir krabbaflóa fundist í Eyjafirði. Minni tegundirnar finnast oft nær landi og í grunnum sjó en svo er algengara að finna stærstu tegundirnar í kaldari sjó. Sumar krabbaflær eru líka botnlægar og grafa sig niður, og svo eru líka til krabbaflær sem eru sníkjudýr. Fiskilýs (Caligus spp.) sem finnast í eldi eru dæmi um sníkjudýr, en þær festa sig við roð fisksins og halda sér þar. Annað dæmi um sníkjudýr er tálknormar (Lernaeocera branchialis) sem lifa á því að sjúga blóð úr hjörtu fiska og festa sig á tálkn þeirra.[4]
Rauðáta (Calanus finmarchius)
breytaRauðátan (Calanus finmarchius) eru svifdýr sem eru mikilvæg í fæðukeðjunni, og er aðalfæða loðnu og síldar á Íslandi. Ekki eru neinar veiðar á rauðátu en tilraunir hafa verið gerðar á að nota hana í laxafóður. Algengara er að finna hana fjær landi og er hún nokkuð stór miðað við aðrar krabbaflær eða 4 mm. [4] Rauðátan fær nafnið sitt frá rauðum búk sínum og skiptist hann í samvaxinn höfuð og frambol og svo afturbol. Rauðátan þarf að hafa skelskipti til að vaxa eins og önnur liðdýr og helsta fæðan hennar eru smáar fæðuagnir úr sjónum, einkum kísil og skoruþörungar.
Aðrar tegundir
breytaRauðáta (Calanus finmarchius) , ljósáta (euphausia), marflær, Dýrasvif, póláta (Calanus hyperboreus), Ísáta (C. Glacialis), fiskilýs Caligus spp, Illur (tálknormar), Temora longicornis, Oithona spinirostris og þorndís (Acartia longiremis)
Tenglar
breyta- ↑ „The World of Copepods - Intro“. www.marinespecies.org. Sótt 26. september 2021.
- ↑ „The World of Copepods - Intro“. www.marinespecies.org. Sótt 26. september 2021.
- ↑ „Hvaða dýr étur mest?“. Vísindavefurinn. Sótt 26. september 2021.
- ↑ 4,0 4,1 „Krabbaflær“. vistey.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2021. Sótt 26. september 2021.