Contender
Contender er hraðskreið einmenningskæna hönnuð af ástralska skútuhönnuðinum Bob Miller (sem síðar kallaði sig Ben Lexcen) árið 1967. Upphaflega var hún hugsuð sem mögulegur staðgengill Finn-kænunnar á Sumarólympíuleikunum 1968. Contender er með masturstaug sem siglingamaðurinn getur hangið í til að beita meiri þyngd gegn hliðarátakinu í seglin.