Compiere er hugbúnaður fyrir stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og auðlindastjórnun (ERP) fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Hugbúnaðurinn vinnur sem þjónn og biðlarar og byggir á J2EE umhverfinu (skrifaður með forritunarmálinu Java) og notaði upphaflega aðeins Oracle gagnagrunn en er til í útgáfum sem styðja meðal annars bæði PostgreSQL og MySQL. Compiere er frjáls hugbúnaður og gefinn út með Mozilla leyfinu.

Tenglar breyta

   Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.