Colima er fylki í vestur og mið-Mexíkó. Það er fjórða minnsta fylkið eða 5.627 km2 og eru íbúar um 730.000 (2020). Höfuðborgin er Colima. Lífsgæði í fylkinu eru með þeim hærri í landinu. Eldfjallið Colima (3.839 metrar) er virkt og gaus síðast 1999. Það er á mörkum Jalisco-fylkis.

Kort.

Langt undan ströndum fylkisins eru eldfjallaeyjarnar Revillagigedo-eyjar sem tilheyra því. Þær eru á verndarskrá UNESCO.