Codex Argenteus er heiti á handriti frá 6. öld, þýðingu á biblíunni frá 4. öld yfir á gotnesku.

Síða úr handritinu

Er nú talið að Wulfila hafi ekki staðið einn að þýðingunni þó hann hafi verið þar fremstur í flokki.

Af hinum upprunalegu 336 síðum hafa 188 varðveist. Ein síða, svonefnt Speyer-fragment, varð viðskila við meginhluta bókarinnar og uppgötvaðist aðeins um 1970.

Er talið að þýðingin hafi verið gerð fyrir Þiðrik af Bern en eftir dauða hans gleimist handritið og hverfur af bókaskrám í eitt árþúsund. Munkar nálægt Essen grufla hana síðan upp á 16. öld. Bókin var síðan færð til Prag þaðan sem Svíar rændu henni undir lok þrjátíu ára stríðsins. Hún fer um tíu ár til Hollands en er sótt til baka af aðalsmanninum Magnus Gabriel De la Gardie og hefur síðan verið geymd á Uppsölum.

dæmi:

habaidedunuh (höfðu(þeir/þau)) þan (þá) bandjan (bandingja/fanga) gatarhidana (frægan/þekktan) haitanana (heitandi) Barabban (Barrabas).
gaqumanaim (samankomu) þan (þá sbr.e.then) im (þau), qaþ (kvað) im ((til)þeirra) Peilatus(Pílatus): hvana (hvorn) wileiþ (viljið) ei(hvorn?) fraletau (frjálsgefa) izwis(ykkur)? Barabban þau Iesu (Barrabas eða Jesú), saei (sig) haitada (kalla) Xristus (krist)?
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.