Chronicle
Chronicle voru breskir sjónvarpsþættir sem voru sýndir á BBC Two frá 1966 til 1991. Umfjöllunarefni þáttanna voru fornleifar og ráðgátur þeim tengdar. Meðal kynna í þáttunum voru Magnus Magnusson, John Julius Norwich og Henry Lincoln. Þrír þættir Lincoln um ráðgátuna um Rennes-le-Château á 8. áratugnum urðu grunnurinn að bókinni The Holy Blood and the Holy Grail sem gerði kenninguna um afkomendur Krists heimsþekkta.