Christophine Bjarnhéðinsson
Christophine Bjarnhéðinsson, (fædd Jürgensen), var fyrsta menntaða hjúkrunarkonan sem starfaði á Íslandi. Hún tók við starfi yfirhjúkrunarkonu við Holdsveikraspítalann í Laugarnesi árið 1898 og starfaði þar til hún giftist Sæmundi Bjarnhéðinssyni yfirlækni.
Christophine kenndi heimahjúkrun og beitti sér fyrir að skipuleggja og byggja upp heimahjúkrun í Reykjavík. Hún vann að stofnun Hjúkrunarfélagsins Líknar árið 1915 og var formaður félagsins til ársins 1931. Christophine er einn af sex stofnfélögum Félags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1919 og var formaður á árinum 1922-1924.
Christophine lauk þriggja ára hjúkrunarnámi frá Fredriksbergs hospital og Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn.
Heimildir
breyta- Lýður Björnsson, Saga Hjúkrunarskóla Íslands 1931-1986. (Reykjavík, 1990) s. 13