Chris Sprinker (fæddur 1988) er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar stöðu miðherja. Hann er 206 cm hár og leikur með Ungmennafélagi Njarðvíkur.

Hann stundaði nám við Central Washington University skólann í þrjú ár. Þar setti hann met í vörðum skotum 25. febrúar 2011 með 136 skot. Sprinker er einnig góður í troðslum og þykir skrímsli inni í teignum. Á sama tímabli skoraði Sprinker 13,2 stig, tók 5,1 frákast og varði 2,0 skot að jafnaði í leik.

Sprinker er góður vinur Isiah Thomas, sem leikur með Sacramento Kings í NBA deildinni.